Allt og samt ekkert
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vangaveltur, nöldur og þras, hitt og þetta og ekki neitt

mánudagur, maí 08, 2006
Tíminn heldur áfram að líða eins og hans er von og vísa.
Ég er orðin þrítug, átti sem sagt afmæli um daginn.
Það var svaka partý og voða, voða gaman.

Ástæðan fyrir því að þetta er viðeigandi frétt er að ég fékk voða fínan kjölturakka (laptop) í afmælisgjöf frá famelíunni.
Kannski og bara kannski verður það til að þetta blogg-grey verði endurlífgað og hefji nýtt líf.

Aðrar fréttir eru þær að ég er búin að sækja um nýja vinnu. Staða dönskukennara í fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Skilaði inn umsókn á föstudaginn fyrir rúmri viku og er ekkert búin að heyra í þeim enn :-( Það er ekkert gaman að hanga svona í lausu lofti og býða bara.

Sí ja


posted by Heaven 9:17 e.h.
. . .

Hæ ! og velkomin(n) á bloggsiðuna mína. Hér er ekkert um að vera svo slepptu því bara að lesa þessa vitleysu :)
HOME

ARCHIVE


This page is powered by Blogger. Is yours?

. . .