Allt og samt ekkert
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vangaveltur, nöldur og þras, hitt og þetta og ekki neitt

mánudagur, mars 13, 2006
Núna er ég byrjuð að vinna aftur og kannski einhverjar líkur til að eitthvað fari aftur að gerast á þessari síðu sem núna er búin að standa óhreyfð altof, altof lengi.
Það er nú kannski gott í sjálfu sér að ekkert hafi verið um að vera hér í langan, langan tíma, því þá eru allir hættir að venja komur sínar hingað og því hægt að skrifa hvað sem er án þess að vera hrædd um að móðga einhvern, því enginn les þetta.
Uff þetta var löng stening....

Mikið rosalega er vont að misstíga sig. Var að fara að keppa í handboltanu á fimmtudags kvöldið (síðast leikur tímabilsins) og það átti sko aldeilis að taka á því. En svo fór að ég náið aldrei svo langt að hefja leikinn því ég steig á bolta og krambúleraði á mér ristina (sem betur fer slapp öklinn).
Gat als ekki gengið allann föstudaginn og fór þess vegna ekki í vinnuna. Síðan hefur þetta smá lagast með hverjum deginum og ég er nokkuð gangfær (þó ég fari ekki hratt yfir) og er mætt í vinnuna.

Sí ja


posted by Heaven 11:45 f.h.
. . .

Hæ ! og velkomin(n) á bloggsiðuna mína. Hér er ekkert um að vera svo slepptu því bara að lesa þessa vitleysu :)
HOME

ARCHIVE


This page is powered by Blogger. Is yours?

. . .