Allt og samt ekkert
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vangaveltur, nöldur og þras, hitt og þetta og ekki neitt

föstudagur, maí 13, 2005
Í dag er föstudagurinn þrettándi og í þessum skrifuðu orðum eru 10.bekkingar um allt land að fara að ljúka samræmduprófi í dönsku.

Meðan ég hef verið í fæðingarorlofi hef ég haft alveg nóg að gera (ótrúlegt en satt). Að hugsa um litla krílið hefur haldið mér upptekinni alla daga. Samt hef ég stundum fengið á tilfinninguna að ég sé að svíkjast undan og sú tilfinning er mjög sterk í dag. Mér finnst ég þurfi að vera að gera eitthvað annað en vera hérna heima. Þessi tilfinning að ég hafi gleymt einhverju sem ég þurfi nauðsynlega að gera. Hmmmm......

Nú jæja, það er ekkert við því að gera þetta líður ábyggilega hjá fljótlega.

Ég er svolítið félagslegaeinangruð og heimurinn (hjá mér) snýst bara um Markús Má. Hvenær þarf hann að fá að borða næst, hvenær kom síðast eitthvað stórt í bleijuna, þarf að fara að snyrta neglurnar o.s.frv.
Ekki skilja þetta samt sem svo að ég sjái eftir einhverju eða líki þetta ekki, því fer fjarri :) Það er nú samt þannig að ég að mikil félagsvera og hef mikla þörf fyrir að umgangast fólk (annars hefði ég varla valið mér þennann starfsvettvang). Þess vegna á ég svolítið erfitt stundum og verð hreinlega að komast út fyrir fjóra veggi heimilisins og tala við og umgangast annað fólk.

En snúum okkur að nafla alheimsins. Markús Már er orðinn rúmlega tveggja og hálfs mánaða (11 vikna) og rúmlega 5 kg og er mikið matargat, vildi helst alltaf vera að borða. Hann verður ábyggilega einn af þeim sem veitingastaðir tapa á þegar hann kemur á hlaðborð. Auðvitað er hann líka ofsalega gáfaður ;) tekur eftir öllu í kringum sig, hjalar mikið, slær í dót sem hangir fyrir ofan hann og er farinn að grípa í það stökusinnum líka. Sem sagt algert undrabarn, en hvernig er annað hægt með svona mömmu (ha, ha)

Nú er Krúsi litli vaknaður og "kallar" á mömmu sína
.


posted by Heaven 12:35 e.h.
. . .

Hæ ! og velkomin(n) á bloggsiðuna mína. Hér er ekkert um að vera svo slepptu því bara að lesa þessa vitleysu :)
HOME

ARCHIVE


This page is powered by Blogger. Is yours?

. . .