Allt og samt ekkert
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vangaveltur, nöldur og þras, hitt og þetta og ekki neitt

sunnudagur, mars 20, 2005
Tíminn líður bæði hratt og hægt í senn, ótrúlegt en satt.

Búið er að nefna drenginn enda næstumþví orðinn mánaðar gamall. Hann heitir Markús Már og verður tekinn í kristinnarmannatölu (skírður) 17. apríl næstkomandi.
Ég veit vel að það er til siðs hérna á Íslandi að halda nafni barnsins leyndu fram að skírn, en við foreldrarnir viljum ekki að Lilli festist á honum.

Annars er það að frétta að Markús er allur annar eftir að við fórum að gefa honum kamillité þegar hann er með óróa í maganum. Öskurhrinurnar sem stóðu 2-5 klukkustundir á hverri nóttu heyra sögunni til (sjö, níu, þrettán) og vökutíminn er orðinn mun þægilegri bæði fyrir hann og foreldrana. Það er gamann að eiga barn sem vakir án þess að gráta látlaust og skoðar heiminn af miklum áhuga.

Fyrir þá sem hafa áhuga er Markús Már Hilmarsson líka kominn með heimasíðu á barnalandi.is

.


posted by Heaven 1:51 e.h.
. . .
fimmtudagur, mars 03, 2005
Lilli er núna 9 daga gamall og dafnar vel, þrátt fyrir nokkurra klukkustunda öskurhrinur á hverri (ein undantekning) nóttu.

Hjúkrunarfræðingurinn kom í heimsókn og viktaði hann í dag, 3200 gr kominn upp fyrir fæðingarþyngd og hefur þyngst um 345 gr á 5 dögum (var 2855 gr þegar við fórum heim af spítalanum). Ekkert smá flott :-)
enda langtum flottastur að öllu leiti.

Á þessu heimili hefur verið töluvert um gestagang (ekkert of mikið samt) og allir hafa komið færandi hendi og kúturinn búinn að fá slatta af flottum fötum og öðru dóti. Eini gallinn er sá að allir eru svo rosalega praktiskir hvað fatanúmer varðar að það eru svona 3 mánuðir+ þangað til hann passar í eitthvað af þessu ;-)

Jæja best að fara að sinna litlakrílinu.

.


posted by Heaven 3:46 e.h.
. . .

Hæ ! og velkomin(n) á bloggsiðuna mína. Hér er ekkert um að vera svo slepptu því bara að lesa þessa vitleysu :)
HOME

ARCHIVE


This page is powered by Blogger. Is yours?

. . .