Hér á þessari bloggsíðu hefur enginn færsla verið færð í hálft ár. En það þýðir ekki að ekkert hafi gerst Ó NEI.Ég ætla ekki að fara að rifja hér upp allt, held mig bara við það mikilvægasta.LITLI PRINSINN er kominn í heiminn. Sá merki atburður átti sér stað 22. febrúar kl. 06.18. Hann var 51 cm langur og 3050 grömm á þyngd. Als enginn risi en alveg fullkominn.Það gekk ekki alveg áfallalaust og þetta endaði með keisaraskurði, þegar útvikkunnin var bara orðin 3 cm 27 klukkustundum eftir að vatnið fór og það þrátt fyrir hríðaaukandilyf, mænurótardeyfingu og allann pakkann.En allt er gott sem endar vel og við erum komin heim með eftir 4 daga dvöl sængurkvennadeildinni.Framhald síðar. posted by Heaven 1:16 e.h. . . .