Allt og samt ekkert
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vangaveltur, nöldur og þras, hitt og þetta og ekki neitt

fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Nú er komið nóg af leynimatti. Nú skal heimurinn allur fá að vita af þessu litla kraftaverki.

Ég er ólétt, ófrísk, þunguð, barnshafandi, kviðug, vanfær, með barni, bomm, óhraust, stoppuð, tvílifra ....

Með örðum orðum (eins og þessi séu ekki nógu mörg) við hjónin eigum von á barni í febrúar. Ég er núna komin 13 vikur á leið og hefst sú 14 á morgun.

Þetta er allt búið að vera mjög óraunverulegt, en við fórum í fyrstu mæðraskoðun í dag og fengum að heyra sterkan og ákveðinn hjartslátt :)

Eins og rétt er hægt að ímynda sér erum við alveg í skyjunum.
posted by Heaven 10:28 e.h.
. . .

Hæ ! og velkomin(n) á bloggsiðuna mína. Hér er ekkert um að vera svo slepptu því bara að lesa þessa vitleysu :)
HOME

ARCHIVE


This page is powered by Blogger. Is yours?

. . .