Allt og samt ekkert
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vangaveltur, nöldur og þras, hitt og þetta og ekki neitt

mánudagur, maí 08, 2006
Tíminn heldur áfram að líða eins og hans er von og vísa.
Ég er orðin þrítug, átti sem sagt afmæli um daginn.
Það var svaka partý og voða, voða gaman.

Ástæðan fyrir því að þetta er viðeigandi frétt er að ég fékk voða fínan kjölturakka (laptop) í afmælisgjöf frá famelíunni.
Kannski og bara kannski verður það til að þetta blogg-grey verði endurlífgað og hefji nýtt líf.

Aðrar fréttir eru þær að ég er búin að sækja um nýja vinnu. Staða dönskukennara í fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Skilaði inn umsókn á föstudaginn fyrir rúmri viku og er ekkert búin að heyra í þeim enn :-( Það er ekkert gaman að hanga svona í lausu lofti og býða bara.

Sí ja


posted by Heaven 9:17 e.h.
. . .
mánudagur, mars 13, 2006
Núna er ég byrjuð að vinna aftur og kannski einhverjar líkur til að eitthvað fari aftur að gerast á þessari síðu sem núna er búin að standa óhreyfð altof, altof lengi.
Það er nú kannski gott í sjálfu sér að ekkert hafi verið um að vera hér í langan, langan tíma, því þá eru allir hættir að venja komur sínar hingað og því hægt að skrifa hvað sem er án þess að vera hrædd um að móðga einhvern, því enginn les þetta.
Uff þetta var löng stening....

Mikið rosalega er vont að misstíga sig. Var að fara að keppa í handboltanu á fimmtudags kvöldið (síðast leikur tímabilsins) og það átti sko aldeilis að taka á því. En svo fór að ég náið aldrei svo langt að hefja leikinn því ég steig á bolta og krambúleraði á mér ristina (sem betur fer slapp öklinn).
Gat als ekki gengið allann föstudaginn og fór þess vegna ekki í vinnuna. Síðan hefur þetta smá lagast með hverjum deginum og ég er nokkuð gangfær (þó ég fari ekki hratt yfir) og er mætt í vinnuna.

Sí ja


posted by Heaven 11:45 f.h.
. . .
föstudagur, maí 13, 2005
Í dag er föstudagurinn þrettándi og í þessum skrifuðu orðum eru 10.bekkingar um allt land að fara að ljúka samræmduprófi í dönsku.

Meðan ég hef verið í fæðingarorlofi hef ég haft alveg nóg að gera (ótrúlegt en satt). Að hugsa um litla krílið hefur haldið mér upptekinni alla daga. Samt hef ég stundum fengið á tilfinninguna að ég sé að svíkjast undan og sú tilfinning er mjög sterk í dag. Mér finnst ég þurfi að vera að gera eitthvað annað en vera hérna heima. Þessi tilfinning að ég hafi gleymt einhverju sem ég þurfi nauðsynlega að gera. Hmmmm......

Nú jæja, það er ekkert við því að gera þetta líður ábyggilega hjá fljótlega.

Ég er svolítið félagslegaeinangruð og heimurinn (hjá mér) snýst bara um Markús Má. Hvenær þarf hann að fá að borða næst, hvenær kom síðast eitthvað stórt í bleijuna, þarf að fara að snyrta neglurnar o.s.frv.
Ekki skilja þetta samt sem svo að ég sjái eftir einhverju eða líki þetta ekki, því fer fjarri :) Það er nú samt þannig að ég að mikil félagsvera og hef mikla þörf fyrir að umgangast fólk (annars hefði ég varla valið mér þennann starfsvettvang). Þess vegna á ég svolítið erfitt stundum og verð hreinlega að komast út fyrir fjóra veggi heimilisins og tala við og umgangast annað fólk.

En snúum okkur að nafla alheimsins. Markús Már er orðinn rúmlega tveggja og hálfs mánaða (11 vikna) og rúmlega 5 kg og er mikið matargat, vildi helst alltaf vera að borða. Hann verður ábyggilega einn af þeim sem veitingastaðir tapa á þegar hann kemur á hlaðborð. Auðvitað er hann líka ofsalega gáfaður ;) tekur eftir öllu í kringum sig, hjalar mikið, slær í dót sem hangir fyrir ofan hann og er farinn að grípa í það stökusinnum líka. Sem sagt algert undrabarn, en hvernig er annað hægt með svona mömmu (ha, ha)

Nú er Krúsi litli vaknaður og "kallar" á mömmu sína
.


posted by Heaven 12:35 e.h.
. . .
sunnudagur, mars 20, 2005
Tíminn líður bæði hratt og hægt í senn, ótrúlegt en satt.

Búið er að nefna drenginn enda næstumþví orðinn mánaðar gamall. Hann heitir Markús Már og verður tekinn í kristinnarmannatölu (skírður) 17. apríl næstkomandi.
Ég veit vel að það er til siðs hérna á Íslandi að halda nafni barnsins leyndu fram að skírn, en við foreldrarnir viljum ekki að Lilli festist á honum.

Annars er það að frétta að Markús er allur annar eftir að við fórum að gefa honum kamillité þegar hann er með óróa í maganum. Öskurhrinurnar sem stóðu 2-5 klukkustundir á hverri nóttu heyra sögunni til (sjö, níu, þrettán) og vökutíminn er orðinn mun þægilegri bæði fyrir hann og foreldrana. Það er gamann að eiga barn sem vakir án þess að gráta látlaust og skoðar heiminn af miklum áhuga.

Fyrir þá sem hafa áhuga er Markús Már Hilmarsson líka kominn með heimasíðu á barnalandi.is

.


posted by Heaven 1:51 e.h.
. . .
fimmtudagur, mars 03, 2005
Lilli er núna 9 daga gamall og dafnar vel, þrátt fyrir nokkurra klukkustunda öskurhrinur á hverri (ein undantekning) nóttu.

Hjúkrunarfræðingurinn kom í heimsókn og viktaði hann í dag, 3200 gr kominn upp fyrir fæðingarþyngd og hefur þyngst um 345 gr á 5 dögum (var 2855 gr þegar við fórum heim af spítalanum). Ekkert smá flott :-)
enda langtum flottastur að öllu leiti.

Á þessu heimili hefur verið töluvert um gestagang (ekkert of mikið samt) og allir hafa komið færandi hendi og kúturinn búinn að fá slatta af flottum fötum og öðru dóti. Eini gallinn er sá að allir eru svo rosalega praktiskir hvað fatanúmer varðar að það eru svona 3 mánuðir+ þangað til hann passar í eitthvað af þessu ;-)

Jæja best að fara að sinna litlakrílinu.

.


posted by Heaven 3:46 e.h.
. . .
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Hér á þessari bloggsíðu hefur enginn færsla verið færð í hálft ár. En það þýðir ekki að ekkert hafi gerst Ó NEI.
Ég ætla ekki að fara að rifja hér upp allt, held mig bara við það mikilvægasta.

LITLI PRINSINN er kominn í heiminn. Sá merki atburður átti sér stað 22. febrúar kl. 06.18. Hann var 51 cm langur og 3050 grömm á þyngd. Als enginn risi en alveg fullkominn.

Það gekk ekki alveg áfallalaust og þetta endaði með keisaraskurði, þegar útvikkunnin var bara orðin 3 cm 27 klukkustundum eftir að vatnið fór og það þrátt fyrir hríðaaukandilyf, mænurótardeyfingu og allann pakkann.

En allt er gott sem endar vel og við erum komin heim með eftir 4 daga dvöl sængurkvennadeildinni.

Framhald síðar.


posted by Heaven 1:16 e.h.
. . .
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Nú er komið nóg af leynimatti. Nú skal heimurinn allur fá að vita af þessu litla kraftaverki.

Ég er ólétt, ófrísk, þunguð, barnshafandi, kviðug, vanfær, með barni, bomm, óhraust, stoppuð, tvílifra ....

Með örðum orðum (eins og þessi séu ekki nógu mörg) við hjónin eigum von á barni í febrúar. Ég er núna komin 13 vikur á leið og hefst sú 14 á morgun.

Þetta er allt búið að vera mjög óraunverulegt, en við fórum í fyrstu mæðraskoðun í dag og fengum að heyra sterkan og ákveðinn hjartslátt :)

Eins og rétt er hægt að ímynda sér erum við alveg í skyjunum.
posted by Heaven 10:28 e.h.
. . .

Hæ ! og velkomin(n) á bloggsiðuna mína. Hér er ekkert um að vera svo slepptu því bara að lesa þessa vitleysu :)
HOME

ARCHIVE


This page is powered by Blogger. Is yours?

. . .